Uppeldi og menntun barnanna í leikskólanum er samvinnuverkefni starfsfólks leikskóla og foreldra. Gagnkvæmt traust og trúnaður eru forsendur góðrar samvinnu. Daglegar upplýsingar um barnið heima og í leikskólanum eru nauðsynlegar því að oft geta lítil atvik í lífi barnsins valdið breytingum á hegðun þess. Við leggjum metnað okkar í að gott upplýsingaflæði sé til foreldra og sendum póst á hverjum föstudegi með upplýsingum um vikuna sem er að enda og hvað verður á dagskrá í næstu viku.