Afmælisveislur barna er mikið tilhlökkunarefni og getur verið hin mesta skemmtun bæði fyrir afmælisbarnið sem og þeim sem sækja slík boð. Það getur aftur á móti verið vandasamt að bjóða í afmælisveislur þegar verið er að bjóða börnum úr leikskólanum. Börn sem fá ekki boð í afmælisveislu bekkjarsystkina sinna geta orðið mjög sár og geta svona mál verið erfið fyrir leikskólakennara að kljást við og taka þau tíma frá dagskrá leikskólans. Við viljum minna foreldra á að koma ekki með boðskort í afmælisveislur barna í leikskólann. Hægt er að nálgast símaskrár barnanna hjá starfsmönnum.
Börn mega koma með ávaxtabakka eða popp í leikskólann fyrir afmælisveislu.