Við ætlum að leggja áherslu á útinám, félagsfærni, vináttu og samvinnu.
Vinátta er öllum mjög mikilvæg en er ekki öllum meðfædd. Við þurfum að læra hvernig við getum verið góðir vinir og í vetur ætlum við að læra um allar þessar óskráðu reglur um vináttu, félagsfærni og samvinnu.
Við ætlum einnig að læra um gildi:
- ábyrgð
- framsýni
- virðingu
- samvinnu
- jafnvægi
Allt gert í gegnum bækur og leiki úti og inni.