Slys og óhöpp geta alltaf átt sér stað. Nauðsynlegt er að leikskólinn sé með réttar upplýsingar hvað varðar símanúmer o.fl. á sérstöku öryggisblaði.
Fjarveru barns ber að tilkynna í leikskólann á Völunni eða með tölvupósti. Miðað er við að börnin séu orðin hitalaus áður en þau komi í leikskólann eftir veikindi og geti verið inni í einn dag eftir veikindi.
Lyf eru ekki gefin í leikskólanum nema í undantekningar tilfellum t.d. ef barn er haldið langvarandi sjúkdómi eða er með bráðaofnæmi. Ef barn er með bráðaofnæmi er nauðsynlegt að starfsfólk fái fræðslu um rétt viðbrögð.